Sögustaðir með Einari Kárasyni

Heimildarþættir | Framleiðsluár: 2016 | Lengd: 4 x 30 mín.

...

Trailer

Um verkið

Einar Kárason rithöfundur er hér í hlutverki sagnamannsins sem fer um landið og segir frá fólki og atburðum úr fortíðinni. Listin að segja sögu er hér í fyrirrúmi. Fyrsti þáttur nefnist Dalirnir og þar segir Einar frá Sturlu Þórðarsyni sagnaritara og nokkrum kvenskörungum Sturlungaaldar. Einnig ræðir Einar við Guðrúnu Nordal forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þátturinn er tekinn á Staðarhóli í Saurbæ, Sauðafelli í Dölum, Eiríksstöðum í Haukadal og í Reykjavík. Annar þáttur nefnist Skálholt og þar er sagt frá Gissuri Þorvaldssyni og deilum hans við Sturlunga. Þátturinn er tekinn á Þingvöllum, við Apavatn, í Skálholti, við Kljáfoss í Borgarfirði og í Andakíl við mynni Lundarreykjadals. Þriðji þáttur nefnist Reykholt og þar segir Einar frá Snorra Sturlusyni og ræðir við Guðrúnu Harðardóttur sérfræðing á Þjóðminjasafni Íslands. Þátturinn er tekinn í Reykholti og Reykholtsdal, á Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. Fjórði þátturinn heitir Hólar og þar er sagt frá tveimur Hólabiskupum; Guðmundi Arasyni og Jóni Arasyni. Einnig ræðir Einar við Ólaf Gunnarsson rithöfund. Þátturinn er tekinn á Hólum í Hjaltadal, Sauðafelli í Dölum, Skálholti, Laugarvatni og í Reykjavík.

Stillur

Kreditlisti

STJÓRN og KLIPPING Björn B. Björnsson TÓNLISTARVAL Arndís Björk Ásgeirsdóttir KVIKMYNDATAKA Tómas Marshal ANNAR TÖKUMAÐUR Guðni Már Kristinsson HLJÓÐUPPTAKA Ari Rannveigarson HLJÓÐVINNSLA Gunnar Árnason Upptekið UPPHAFSGRAFÍK Sigrún Lýðsdótttir Lógóvinnsla Magne Kvam LITALEIÐRÉTTING Trickshot Bjarki Guðjónsson MYNDVINNSLA Trickshot FRAMLEIÐANDI Björn B. Björnsson