Sögustaðir með Evu Maríu

Heimildarþættir | Framleiðsluár: 2017 | Lengd: 4 x 30 mín.

...

Trailer

Um verkið

Í fyrsta þætti Sögustaða segir Eva María Jónsdóttir þjóðfræðingur frá Svarfdæla sögu sem stundum er kölluð lélegasta íslendingasagan og heimsækir sögustaði. Hún ræðir einnig við Þórarin Eldjárn rithöfund sem hefur skrifað bók sem byggir á sögunni. Þátturinn er tekinn á ýmsum stöðum í Svarfaðardal og á Dalvík. Í öðrum þætti segir Eva María frá Harðar sögu og Hólmverja sem gerist að stórum hluta í Hvalfirði og segir meðal annars frá Helgu jarlsdóttur sem bjargaði sér og drengjum sínum tveim með því að synda úr Geirshólma til lands. Í þriðja þættinum segir Eva María frá Bárði Snæfellsás sem nam land á Snjófellsnesi eins og hann nefndi nesið og endaði á að ganga inn í jökulinn. Einnig segir frá Helgu dóttur hans sem rak á ísjaka til Grænlands þá barn að aldri. Rætt er við Karl Andersen yfirlæknir Hjartagáttar og Svövu Svandísi Guðmundsdóttir íbúa á Snæfellsnesi. Fjórði þáttur Sögustaða segir svo frá síðustu æviárum Grettis sterka Ásmundarsonar frá því að hann kvaddi móður sína Ásdísi á Bjargi í hinsta sinn og til þess að hann var drepinn í Drangey. Eva ræðir við Jón Drangeyjarjarl og son hans Viggó sem þekkja söguna vel. Þátturinn er tekinn á Bjargi í Miðfirði, við Grettislaug og í Drangey.

Stillur

Kreditlisti

STJÓRN og KLIPPING Björn B. Björnsson TÓNLISTARVAL Arndís Björk Ásgeirsdóttir KVIKMYNDATAKA Tómas Marshal FRAMLEIÐSLA Hrefna Haraldsdóttir ANNAR TÖKUMAÐUR Björn B. Björnsson HLJÓÐUPPTAKA Ingólfur Sv. Guðjónsson HLJÓÐVINNSLA Ingólfur Sv. Guðjónsson Gunnar Árnason UPPHAFSGRAFÍK Sigrún Lýðsdótttir Lógóvinnsla Magne Kvam LITALEIÐRÉTTING Trickshot Bjarki Guðjónsson MYNDVINNSLA Trickshot FRAMLEIÐANDI Björn B. Björnsson